Er einhver heima?


Kanslarinn nær sér í skotsilfur á Spáni. Canon EOS 1Ds Mark III, EF 50mm f/1.2L

Mikið skelfing er erfitt að komast undan þessum efnahagsnáttúruhamfarafréttaflutningi. Þessi mál eru fyrir löngu orðin óskiljanleg fyrir mér. Hvernig væri að nota peningana til þess að afnema verðtryggingu og lækka vexti í stað þess að afhenda “snillingunum” meira til að brenna? Ég hef væntanlega ekki nógu mikinn áhuga á peningum til að skilja hvernig þetta virkar allt saman.

Verst finnst mér þó að heyra í mönnum tala um að nú sé ekki hægt að leyfa sér þann “munað” og “smámunasemi” að rannsaka náttúruna og áhrif framkvæmda á hana – heldur skal nú virkja allt sem mögulegt er og reisa alla þá stóriðju sem bara hægt er að koma fyrir.

Með kúkinn upp á bak skal haldið áfram. Er einhver heima?

One thought

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *