í lífsins ólgusjó


Dísan í spænsku brimi. Canon EOS 1Ds Mark III, EF 50mm f/1.2L

Þessi mynd lýsir líðan fjölda Íslendinga sem nú eru staddir í lífsins ólgusjó. Nei, bara grín. Fannst þetta bara sniðug mynd af henni móður minni.

Ég notaði annars kvöldið til þess að vinna nokkrar myndir frá ferðinni okkar til Spánar nú í september. Þær má skoða hér. Svo er hér ein frá Ronda sem er samsett úr einum 8 myndum eða svo. Skellti henni því líka inn sem zoomify mynd hér.

Guð blessi ykkur (og bankana).

One thought

  1. Sá bestasti…augnablikin eru þarna eins og svo oft áður…góðar myndir minn kæri! Bið að heilsa Kanslaranum og familien…langt síðan ég hitti kallinn og co

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *