Haustferð norður yfir heiðar


Sumarhúsið í Fnjóskadal. Canon EOS 1Ds Mark III, EF 24-70mm f/2.8L

Við fjölskyldan flúðum norður í Fnjóskadal um helgina. Ég var með verkefni á Akureyri og föstudagurinn var ekki kennsludagur í skólanum hjá stelpunum svo það var gráupplagt að nýta tækifærið og gera smá reisu úr þessu.

Þetta var fyrsta langferðin á nýja (gamla) bílnum, en ég festi kaup á Pajero 3.2 Dísel nýverið. Leitaði fyrst af öðrum Land Rover Discovery auðvitað, en fann engan sem mér líkaði. Nóg til af V8 bensínhákum, en minna af Td5 eins og minn ástkæri sálugi Disco. Pajeroinn reynist vel, nokkuð sprækari en Land Rover (ekki hissa á því svo sem – það eina sem gerðist þegar ég steig fastar niður olíugjöfina í brekkum var meiri hávaði en engin hröðun).


Styrmir Franz borðar kökukrem. Canon EOS 1Ds Mark III, EF 50mm f/1.2L

Norðurlandið sveik ekki frekar en fyrri daginn. Veðurspáin var óhagstæð en eins og flestir vita fer Norðulandið ekki eftir veðurspám. Við heimsóttum vini okkar í Fagranesi í Aðaldalnum. Það var skammarlega langt síðan við höfðum komið þangað.

Hér má svo skoða fleiri myndir úr ferðinni.

One thought

  1. Sæll bróðir,

    Bölvanlegt að missa af ykkur enn ég var kallaður á neyðarfund upp í Háskóla til að leysa efnahagsvandann.

    Kveðja

    Snorri

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *