Gamalt og gott

Arndís ullar
Arndís ullar (að venju). Nikon D1x, 17-35mm f/2.8 AF-S

Ég hef verið að koma gömlu efni af geisladiskum inn á harða diskinn. Tek svona skorpur þegar ég er í stuði. Það er af nógu af taka enda eru geisladiskarnir næstum 400 og svo haugur af dvd diskum líka. Krefst þolinmæði. Það eru sjálfsagt margir í svipaðri stöðu.

Þegar maður hefst handa í svona verkefni fallast manni eiginlega hendur. En svo rata gullkorn upp á skjáinn annars slagið sem gera þetta þess virði. Þarna er Arndís dóttir mín að sulla með Barbie dúkku á baðherberginu hjá ömmu og afa (sem lítur ennþá svona út hvort sem þið trúið því eður ei). Og hún ullar að sjálfsögðu. Ég sé það núna að ég get hæglega gert sýningu, jafnvel bók sem innihéldi bara myndir af henni í hinum ýmsu aðstæðum – ullandi framan í mig.

Alveg frá því að ég hóf að ljósmynda stafrænt hef ég haldið mig við að skjóta í Raw. Það er ansi magnað að fikta í þessum gömlu skrám og sjá hvað maður getur kreist mikið meira út úr þeim í dag miðað við það sem maður sætti sig við þegar þær voru teknar á sínum tíma. Það er náttúrulega snilld.

2 thoughts

  1. Ég skorar á þig að gera bók. Þú átt klás af smellnum myndum og ekki eru textar þínar siðri. Þetta getur orðið þræl skemmtilegt.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *