Handbolti og Heiðmörk


Bjargey skorar mark. Canon EOS 1D Mark III, EF 70-200mm f/2.8L IS

Það var handbolti og Heiðmörk um helgina. Bjargey tók þátt í Íslandsmóti í ÍR-húsinu í Austurbergi á laugardaginn. Fylkisstúlkur stóðu sig vel og unnu þrjár af fjórum viðureignum sínum. Bjargey var að byrja að æfa aftur eftir árshlé. Það var gaman að sjá hversu mikið stelpunum hafði farið fram. Ég tók með 1D Mark III vélina, enda er hún á heimavelli í svona íþróttaljósmyndun. Annars hef ég ekki notað hana jafn mikið og ég reiknaði með. Ég er líkast til ekki svona “margir rammar á sekúndu” – ljósmyndari. Því er ég jafnvel að spá í að selja gripinn, sérstaklega í ljósi þess að ég er búinn að panta mér 5D Mark II, sem er væntanleg í lok nóvember. Ef e-h hefur áhuga þá er bara að hafa samband.


“Gengið” í Heiðmörk. Canon EOS 1Ds Mark III, EF 24-70mm f/2.8L

Á sunnudaginn fór ég með Gittu systur og krökkunum í létta göngu um Heiðmörk. Það var kalt en fallegt veður og alltaf gott að komast í mörkina. Ég hef verið svolítið duglegri að hjóla stígana eftir að ég lét það eftir mér nú síðsumars að kaupa mér alvöru fjallahjól aftur. Ég hjóla oftast með GPS tækið, það er frábær leið til að fylgjast t.d. með hraða og uppsafnaðri hækkun. Ég get líka fengið e-h viðbót við tækið til að skrá púls og eitthvað fleira varðandi hjólreiðarnar, en þetta er alveg nógu nördalegt svona held ég bara…

Hér er góður hringur sem byrjar heima í Sandavaði, fer svo upp með stígunum efst í mörkina, tek svo akveginn suðvestur og svo tilbaka og í gegnum Rauðhóla (sem er reyndar ekki sniðugt þar sem hestamenn telja sig eiga svæðið og eru ekki hrifnir af því að mæta okkur hjólreiðamönnum). En þetta er flottur 20 km/1.5 klst hjólatúr!

One thought

  1. Kallinn byrjaður að hjóla aftur, nú líst mér á. Ég fékk mér hjól í sumar og nýt þess í botn að hjóla um vestur og miðbæinn og svo er frábært að rúlla meðfram ströndinni. Er ekki með GPS en hef verið að taka armbandsúrið með mér stundum :-Þ Hjólreiðatúrar eru gríðar ferskir og gott að rifja upp gamla BMX takta…maður þarf bara að vera með hjálm.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *