Nýja lúkkið

Bjargey Groovy Girl. Nikon D1x, Nikkor 28-70mm f/2.8 AF-S.

Nú skal skipt um útlit á vefnum. Ég réðst í þessar breytingar í dag af algerri tilviljun, þökk sé Óla Har. Hann benti mér á þetta öldungis fína WordPress Theme og aðstoðaði mig við uppfærsluna. Það eru nokkrir hnökrar ennþá til staðar, t.d. virkar ekki athugasemdakerfið, hvorki til að skrifa né til að skoða eldri athugasemdir. En ég hef fulla trú á því að Óli finni út úr því þegar hann vaknar hinu megin á hnettinum. Þar var 25 stiga hiti þegar við vorum að spjalla á Netinu – og klukkan var 3.00 eftir miðnætti hjá honum!

Glöggir lesendur þekkja eflaust flísarnar í bakgrunni myndarinnar. Eitursvöl sólgleraugu ekki satt?

3 thoughts

  1. Gaman að sjá að flísarnar vekja hrifningu. Ég er nú hrifnari af dömunni. Annars fer bráðum fyrir mér eins og vini mínum í Noregi sem sagðist ávallt vera að spá í ungu dömurmnar, en hann mundi samt ekki lengur hvers vegna. Vonandi fara nú elliglöpin ekki að angra mig alveg strax.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *