Þreföld ánægja


Hlini Snær. Canon EOS 1Ds Mark III, EF 85mm f/1.2L II

Um helgina fór ég í frekar óvenjulega barnamyndatöku. Ég ferðaðist til Oslo til að mynda þar 10 mánaða gamla þríbura. Þau Birkir, Hlini og Karítas létu mig hafa fyrir hlutunum, líkt og gengur með 10 mánaða gömul börn. En venjulega er það bara eitt barn sem ég þarf að elta. Þrisvar sinnum skemmtilegra að kljást við tribba skal ég segja ykkur.


Birkir Smári. Canon EOS 1Ds Mark III, EF 50mm f/1.2 L

Foreldrar þeirra, þau Birgir og Ása, hafa átt viðskipti við mig áður. Ég ljósmyndaði brúðkaupsdaginn þeirra vorið 2007. Í brúðkaupinu fengu þau að gjöf forláta frjósemis-skurðgoð, en vinir þeirra hafa einnig notið blessunar skurðgoðsins og eiga þríbura sem eru einu ári eldri. Skurðgoðið er greinilega ekkert drasl.


Karitas. Canon EOS 1Ds Mark III, EF 50mm f/1.2 L

Þetta voru skemmtilegir tveir dagar með fjölskyldunni í Oslo. Ég var nokkuð fljótur að vinna mér inn traust barnanna og fyrr en varði voru þau orðin vön því að hafa þennan skrítna gaur nálægt sé með myndavélina á lofti. Í svona tökum mynda ég mest án auka lýsingar, enda er ekkert grín að fá svona púka til að vera kjurra á réttum stað! Þó að það sé komið fram í nóvember og birtan frá gluggum takmörkuð þá gekk þetta bara nokkuð vel. Ég skýt líka mjög grimmt því dýptarskerpan er lítil og krakkarnir á fullri ferð. Það bíður því ærið verkefni að fara í gegnum myndirnar. En eins og þið sjáið verður það sko ekki leiðinlegt!

One thought

  1. …gætirðu fengið frjósemisgoðið lánað….gæti alveg hugsað mér þrjú svona kríli…….
    sei sei já
    kveðja
    Heiða Gustafsberg

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *