Brókaðir bræður


Vel girtir ungir menn skoða fornbíla. © Mats Wibe Lund

Hann Felix vinur minn á afmæli í dag. Felix og ég vorum algjör samloka þegar við vorum pjakkar. Alltaf saman og sumir héldu jafnvel að við værum tvíburabræður. Okkur fannst það sko ekki leiðinlegt.

Sumarið 1981 fórum við ásamt fjölskyldum okkar í reisu um Bandaríkin. Ég man ekki hve löng þessi ferð var í vikum, en í minningunni skipti hún mánuðum. Við ókum um á amerískum bílaleigubílum (rafmagn í rúðum var magnað fyrirbæri fyrir okkur) og gistum á alvöru Mótelum. Alls staðar voru teiknimyndir í imbakassaum frá kl. 6 á morgnanna og á flestum stöðum sundlaug með rennibraut. Sem sagt paradís fyrir gaura eins og okkur.

Ég mátti til með að smella þessum myndum hér inn á síðuna. Það er mikið meira til af sniðugum myndum frá þessari ferð. Ég hef eytt ófáum stundum við að endurupplifa þessa ferð með því að skoða myndaalbúmin heima hjá þeim gömlu. Pabbi var mjög duglegur við að gera vegleg albúm úr ferðalögum fjölskyldunnar. Ég þarf að taka mér hann til fyrirmyndar. Allt of mikið af efninu mínu er ‘fast’ á hörðum diskum. Vel gert myndaalbúm er nefnilega algjör fjársjóður.

Til hamingju með daginn Felix!

10 thoughts

 1. Takk kæri vinur. Þessi ferð var náttúrulega bara brilljant. Las Vegas og ljósadýrðin og fleira, pulsurnar berar í brauði, frábær ferð.

 2. Ég fæ kast hahahahahhhhhh.
  Þið eruð rosalega flottirvog mikill krútt á yngri árum 🙂

 3. Til lukku Felix, strákarnir flottir alveg dottnir í kanann brókaðir með derhúfur. Það sést á neðri myndinni að þið hafið ekkert breyst 🙂

 4. Hahaha… og derin á húfunum,fundum við ekkert minna? Alveg frábært. Þyrftum að hittast og skoða albúmin við tækifæri hjá gamla settinu!

 5. Þræl fin umfjöllum.
  En Felix viunur goði:
  Ég man ekki eftir að við komu við í Las Vegas. Stungu þið kanski bara af í skjóli myrkurs og vöknuðu síðan aftur næsta morgun ótimbraðir en þræl ánægðir með draumaferðalagið.
  Voru einhverjar gellur með í ferðinni ykkar?
  Það verður að ransaka þetta betur!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *