Helga og Ásmundur


Palli flottur að venju. Canon EOS 1Ds Mark III, EF 35mm f/1.4L

Þau Helga og Ásmundur gengu í það heilaga 25. október síðastliðinn. Flott par sem átti mjög fallegan dag, athöfn í Háteigskirkju, myndataka í studio á eftir (það var of kalt fyrir útimyndatöku) og svo veislan í turninum við Smáratorg.

Páll Óskar sá um sönginn í kirkjunni og sannaði að hann er sá besti í bransanum. Ég hef skotið ófá brúðkaupin þar sem hann syngur og í hvert sinn langar mig til að hætta að mynda og bara hlusta. Fagmennska hans er einstök.


Steggjavídeóið getur verið pínlegt. Canon EOS 1Ds Mark III, EF 50mm f/1.2L

Ég var annars nokkuð spenntur að mynda í fyrsta skipti í veisluturninum. Flottur salur með svona tæknivæddu ljósakerfi og öllu tilheyrandi. En eins og oftast er með svona veislur er ljósmagninu stillt í hóf til að hafa kósý stemningu. Það er því eins gott að mæta með björtu linsurnar og styrka hönd. Nánast allt skotið á stærsta opi – f/1.2 og mesta lagi á 1/60s og það á ISO 3200!


Brúðartertan var listaverk. Canon EOS 1Ds Mark III, EF 50mm f/1.2L

Veislan var flott, maturinn framúrskarandi og félagskapurinn á borðinu mínu skemmtilegur. Það spillir nú ekki fyrir þar sem maður er nú hálfgerður wedding crasher í svona veislum. Brúðhjónin hljóta að vera mjög sátt með þennan dag. Nú er bara að sjá hvort þau verði ekki líka sátt við myndirnar.


Brúðarvalsinn stiginn af öryggi. Canon EOS 1Ds Mark III, EF 50mm f/1.2L

3 thoughts

  1. Þið eruð glæsileg Helga og Ási og með besta ljósmyndaran í bænum 🙂
    Kveðja
    Ragna

  2. Aha, gott að Helga frænka fékk ljósmyndarann sem mig langaði svo mikið að fá (og sé enn dálítið eftir að hafa ekki frekjast meira með að fá, maðurinn minn er sjúklega feiminn, kannski ég komi einhvern tímann með hann til þín án þess að hann viti hvert við erum að fara?).

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *