5 ára pjakkur


Pakkagleði að morgni. Canon EOS 1Ds Mark III, EF 50mm f/1.2L

Ari Carl varð fimm ára í gær. Við höldum upp á afmælið á morgun en pjakkurinn fékk að opna tvo pakka í gær. Frá okkur Margréti fékk hann langþráðan buzz-risaeðluleik fyrir playstation og frá systur sinni handsmíðað púsl sem hún gerði í skólanum. Snúðurinn var að vonum ánægður með gjafirnar og það verður sjálfsagt engu minni gleði á morgun. Fleiri myndir frá pakkagleði hér.


Nýuppteknar kanínur. Canon EOS 1D Mark III, EF 35mm f/1.4L

Um síðustu helgi fórum við í bröns til Hlyns og Guðrúnar. Þau eru í kanínurækt á krepputímum. Við gæddum okkur þó ekki á uppskerunni að þessu sinni, heldur gómsætu sætabrauði ýmis konar. En við fengum að skoða nýupptekna kanínuunga eins og sjá má hér.


Dagur íslenskrar dúnúlpu. Canon EOS 1D Mark III, EF 35mm f/1.4L

Það var líka dagur íslenskrar tungu um síðustu helgi. Við mættum í Ráðhúsið en Norðlingaskóli fékk viðurkenningu sem Hilmir Snær, vinur okkar, tók við ásamt bekkjarfélögum sínum. Það var margt um manninn í Ráðhúsinu og ekki pláss fyrir alla.

Svo var líka handboltamót í Fylkishöll hjá Bjargey. Ég setti saman til gamans þessa mynd af aukakasti. Tekið með Canon EOS 1D Mark III og EF 70-200mm f/2.8L IS.

3 thoughts

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *