Lightroom föndur kvöldisins


Arndís vetrardama. Canon EOS 1Ds Mark III, EF 135mm f/2.0L

Þessar myndir var ég að föndra við í Lightroom 2.0 kvöld. Með þessu áframhaldi hætti ég að nota Photoshop fljótlega!

Annars er á planinu að halda ný Lightroom námskeið á nýju ári. Og í þetta sinn ætla ég að gera meira úr ljósmyndunni. Það verður líka nóg af dóti til að prófa; myndavélar (Canon 1Ds Mark III, 1D Mark III, 5D Mark II), linsur (flestar L-linsurnar) og svo verður líka prentað fullt af því sem þátttakendur skjóta á námskeiðinu út úr Lightroom á Canon IPF 5100.


Eliot sólstrandargæi. Canon EOS 1Ds Mark III, EF 50mm f/1.2L

Áhugasamir geta sent mér línu á chris(at)blog.chris.is og fengið nánari upplýsingar og/eða látið skrá sig á póstlistann.


Ari Carl útilegumaður. Canon EOS 5D, EF 85mm f/1.2L II

3 thoughts

  1. Lightroom er alveg málið í almenna myndvinnslu að mínu mati. Það er ekki nema maður þurfi virkilega að “skera upp” að maður noti PS núorðið:)

    Skemmtilegar myndir.

  2. Ég þarf víst að fara að æfa mig eitthvað í myndvinnslu í Lightroom. Var tregur til að byrja að nota þetta forrit en fíla það allveg í botn í því sem ég nota það í þ.e. halda utan um myndasafnið og svo basic raw vinnslu. En mér finnst ég þurfa að opna allar myndir í ps og þá einkum vegna þess að ég fæ svo mikið betri skerpingu þar með því að skerpa bara L rásina í Lab litarýminu. Og svo því maður er kominn á annað borð í ps þá getur maður allveg eins gert alla vinnsluna þar.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *