Jólin komu snemma í ár


Arndís málar sig. Canon EOS 5D Mark II, EF 50mm f/1.2L

Ég sá eftir því að hafa selt fimmuna mína. Þó að hún væri ekki eins sterkbyggð og ásarnir og ekki með eins öflugt fókuskerfi var hún samt svo frábær. Þegar ég spái í það þá er Canon EOS 5D líkast til bestu myndavélakaup sem ég hef gert. Frábær myndavél fyrir peninginn og stendur enn fyrir sínu.

Það var því alveg klárt að ég myndi fá mér næstu kynslóð af fimmunni þegar hún kæmi. Mig grunar líka að nýja fimman eigi ekki eftir að reynast lakari fjárfesting (hún tvöfaldaðist reyndar í verði frá því að ég pantaði hana og þangað til ég fékk hana í hendur, en það er önnur og leiðinlegri saga.).

Í gærkvöldi voru kjöraðstæður til að reyna nýja gripinn. Stelpurnar mínar voru að leika sér að mála sig og eini ljósgjafinn í þessum myndum er jólasería sem hangir í kringum spegilinn. Myndin af Arndísi hér að ofan er tekin á ISO 3200 og þessar af Bjargey eru teknar á ISO 6400. Fljótt á litið sýnist mér fimman gefa mér sömu gæði á ISO 6400 og Mark III ásarnir skila á ISO 3200. Auk þess get ég pressað hana tvo stopp í viðbót upp að ISO 25600 sem er náttúrlega bara bull! Ég hef reyndar ekki prófað það ennþá, fyrir utan nokkur skot í gær á ISO 12500. Þau voru gróf, en myndu samt alveg ganga í mörgum tilfellum.


Bjargey málar sig. Canon EOS 5D Mark II, EF 50mm f/1.2L


100% crop, þetta er skotið á ISO 6400!

Ég myndaði svo ballettíma hjá Bjargey í dag, flakkaði á milli ISO 800-3200, allt eftir því hvaða linsu ég notaði. Tók saman nokkrar myndir sem má skoða hér. Til að vinna úr þessum skrám í Lightroom þurfti ég að sækja nýjasta Adobe DNG Converter og byrja á því að breyta .CR2 skránum í .dng þar sem Lightroom 2.1 styður ekki hráfælana. Uppfærslan er handað við hornið samkvæmt Adobe.


Ballettími. Canon EOS 5D Mark II, EF 70-200mm f/2.8L IS

Það er óhætt að segja að vélin stendur undir væntingum. Ég á alveg eftir að skoða video möguleikana, en hún getur líka tekið allt að hálftíma full-HD videomyndir. Það opnar nýja möguleika, en ljósmyndarar erlendis eru að færa sig meira inn á kvikmyndsviðið, sérstaklega sumir auglýsingaljósmyndarar sem eru farnir að bjóða viðskiptavinum að slá tvær flugur í einu höggi. Þar eru RED vélarnar ákaflega spennandi og ljóst að framtíðin í þessum geira er mjög áhugaverð!

2 thoughts

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *