Hliðræn endurholgun


Endurholgun? Hasselblad 503CW, Planar 80mm f/2.8

Fyrir þá sem trúa á endurholgun þá er ómögulegt að ætla annað en að í einhverju lífi sé maður fugl. Ég meina, hversu margar dýrategundir para sig fyrir lífstíð?

Þá er spurning: Hvar vill maður vera – sem fugl – með sinni heittelskuðu? Í mínu tilfelli er því auðsvarað: Flatey á Breiðafirði. Ég er búinn að koma þangað nógu oft til að átta mig á því að þar er e-h mögnuð frumorka. Orka sem dugar manni næstum út árið, eftir eina langa helgi í lok maí eða byrjun júní.

Og ég trúi því eiginlega að á myndinni hér að ofan hafi ég náð að ramma framtíðina. Þarna er ég og Margrét að tékka á stemmaranum við Ásgarð í Flatey.

3 thoughts

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *