Fastbúnaðaruppfærsla fyrir EOS 5D Mark II


Frændurnir Erling og Halldór á góðri stund. Canon EOS 5D Mark II, EF 50mm f/1.2L

WTF er fastbúnaðaruppfærsla? Á ensku heitir það firmware update.Til að standa við loforðið um nördapóst ákvað ég að skella þessu inn.

Það er sem sagt komin svokölluð fastbúnaðaruppfærsla á Canon EOS 5D Mark II. Eigendur slíkra gæðagripa geta sótt uppfærsluna hér. Þegar því er lokið er aðferðin í grófum dráttum svona:

 1. Sækja skrána á vef Canon.
 2. Forsníða minniskortið í vélinni.
 3. Afrita skrána yfir á rótina á minniskortinu.
 4. Athuga hvort rafhlaðan sé fullhlaðin eða tengja vélina beint við rafmagn (trúðu mér – þú vilt ekki að vélin verði rafmagnslaus í þessari aðgerð!).
 5. Opna Menu á vélinni og finna Setup – 3 (guli skiptilykillinn lengst til hægri). Velja þar Firmware Ver. x.x.x.
 6. Velja OK og uppfærslan hefst.
 7. Uppfærslan tekur nokkra stund. Á meðan má alls ekki snerta neina takka á vélinni og auðvitað ekki slökkva á henni heldur.
 8. Þegar uppfærslu er lokið færðu staðfestingu upp á skjáinn.
 9. Slökkva á vélinni, taka rafhlöðuna úr í nokkrar sekúndur, setja aftur í og kveikja á vélinni.
 10. Nú ertu komin með nýjasta hugbúnaðinn inn á vélina!
 11. Anda inn róandi, anda út brosandi.

One thought

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *