Straumlínulagaður tölvupóstur


Pósthúsið í Flatey á Breiðafirði. Hasselblad SWC 903, Fuji NPS 160

Ég gerði svolítið sniðugt um daginn (svona til tilbreytingar).

Líkt og margir er ég með nokkur mismunandi tölvupóstföng. Og líkt og margir á ég fleiri en eina tölvu þar sem ég les og skrifa tölvupóst. Það flækir málin, því stundum lendi ég í því að finna ekki póst þar sem ég sit við ranga tölvu. Ég var því sífellt að passa upp á að svara a.m.k. vinnutengdum tölvupósti alltaf úr sömu tölvunni, sem klikkaði auðvitað margoft (því ég er svoddan trommuheili).

Ég ákvað því að frá og með áramótum skildi ég sameina allt heila klabbið undir Gmail tölvupóstinum. Það þýðir ekki að ég hafi lagt öðrum póstföngum en Gmailinu. Ég læt bara áframsenda allan tölvupóstinn á Gmailið. Gmail býður svo upp á að bæta við fleiri frá-póstföngum og því get ég notað öll tölvupóstföngin á einum stað. Ég þarf ekki sífellt að velta því fyrir mér í hvaða tölvu ég skrifaði póstinn. Röðun póstsins í Gmail í formi samtala er þægileg og ekki skemmir fyrir að þurfa ekki að hafa áhyggjur af afritun eða að stærð pósthólfins.

2 thoughts

  1. Hef notað þetta í nokkuð langan tíma, a.m.k. ár. Virkar vel og er þægilegt. Svo má velja frá hvaða netfangi maður svarar.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *