Bleeeeessaður meistari!


Aron Freyr heilsar að hætti Spiderman. Canon EOS 5D Mark II, EF 50mm f/1.2L

Helgin var fín maður. Sérstakleg sunnudagurinn, enda komst maður loksins aftur á skíði. Í ljósi þess hversu lítið hefur snjóað undanfarið, kom það mér verulega á óvart hversu mikill snjór var upp í Bláfjöllum. Það voru allir fjölskyldumeðlimirnir að prufukeyra ný skíði. Margrét og Bjargey á nýjum jóla-skíðum og Arndís og Ari á notað-nýjum. Sjálfur var ég nýbúinn að fá mér mín fyrstu Carving skíði og þvílíkur munur!


Ari Carl klár í brekkurnar. Canon IXUS 55.

Veðrið var meiriháttar, færið fínt og félagsskapurinn líka. Get ekki ímyndað mér betri sunnudaga en svona skíðasunnudaga. Eftir rúma fimm tíma í fjallinu brunuðum við svo í Hafnarfjörðinn til Möggu og Ívars í matarboð. Ekki amalegt að þurfa ekki einu sinni að hafa fyrir kvöldmat eftir svona vel heppnaðan dag í fjöllunum.


Ívar skreytir börnin. Canon EOS 5D Mark II, EF 50mm f/1.2L


Spiderman 1 og 2 helmassaðir á kantinum. Canon EOS 5D Mark II, EF 50mm f/1.2L

Þar voru líka þau Eyþór (bróðir Möggu) og Ása með börnin sín. Eyþór er ljósmyndari, helv.. flinkur strákur. Merkilegt að við ljósmyndararnir skírum báðir strákana okkar sama nafni – Ari. Ég var reyndar spurður að því um daginn hvort það væri til heiðurs Ara Magg. Hmmm… kannski er eitthvað í undirmeðvitundinni sem fær okkur ljósmyndarana til að skíra í höfuðið á sjálfum meistaranum? Bleeeesaður meistari….


Ari Ævar. Canon EOS 5D Mark II, EF 50mm f/1.2L

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *