Námskeið

Jæja, þá er komið á hreint að fyrsta Lightroom námskeiðið verður haldið þann 10. febrúar næstkomandi. Námskeiðin eru haldin í samvinnu við Sense ehf að þessu sinni og kennt verður í húsnæði þeirra að Hlíðarsmára 3. Þar getum við tekið aðeins stærri hópa en setjum samt hámarkið við 10 manns. Það er mín reynsla að námskeiðin verða ekki eins markviss fyrir þátttakendur ef hóparnir eru of stórir. Annars eru allar nánari upplýsingar að finna hér.

8 thoughts

  1. Það er auðvitað ekki verra. En það er líka hægt að sækja sér 30 daga demo á vef Adobe. Ég mun vera með slík demo fyrir PC og Mac fyrir þátttakendur ef þeir þurfa.

  2. Nei í sjálfu sér ekki… ef þú ert með tölvu fulla af Raw myndum ferðu langt á því. Hins vegar væri gott að fá lána vél á meðan á námskeiðinu stendur.

  3. Er námskeiðið seinni vikuna dagana 17.og 18. feb (þri og mið) eða 18. og 19. feb. (mið og fim) ?

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *