Undirbúningur


Litafletirnir skoðaðir. Canon EOS 5D Mark II, EF 50mm f/1.2L

Þá er ég byrjaður að undirbúa prentun á árlegri sýningu Blaðaljósmyndarafélags Íslands. Sýningin fer ekki varhluta af efnahagsástandinu. Myndum fækkar úr rúmlega 220 í kringum 170.

Ég er reyndar á því að það sé alls ekki slæmt. Fyrir vikið þarf dómnefndin að leggja harðar að sér við valið. Persónulega finnst mér mikið betra að skoða færri góðar myndir en fleiri miðlungsgóðar. Mér sýnist líka meðlimir BLÍ hafa verið frumlegri í ár en fyrra. Meira um sterkar myndir. Það væri líka skrítið ef það væri ládeyða í fréttamyndum miðað við atburði síðasta árs.

Ég hef það fyrir venju að fara yfir búnaðinn áður en ég ræðst í verkefni að þessari stærðargráðu. Þó svo að prentarinn minn sé almennt til friðs er ágæt regla að athuga fínstillingu á prenthausunum. Í ár var áskorun fyrir mig að finna nóg af hráefni. Það er ekki um sama pappír að ræða og í fyrra, en mjög svipaðan. Ég er þess vegna að prenta út svona litafleti, sem ég skoða og í framhaldi vel réttu stillingarnar. Að lokum útbý ég ICC prentprófíl  fyrir sýninguna.

Ég nota Lightroom til að halda utan um sýningarmyndirnar og prenta. Þetta forrit býður upp á svo margt annað en bara að stilla Raw myndir. Það er einfalt að búa til sérstakan Catalog fyrir svona vinnslu og þægilegt að prenta út yfirlitsmyndir, flokka eftir myndskurði, lit eða s/h og þar fram eftir götunum.

Sýningin ‘Myndir ársins 2008’ verður eins og ávallt í Gerðarsafni og opnar 14. mars.

6 thoughts

  1. Ljósmyndasýning næsta árs ætti líka að geta verið frábær, svona miðað við hvað er búið að gerast þennan rúma mánuð sem liðinn er af árinu.

    Ein aulaspurning með Lightroom, er það bara fyrir RAW eða getur maður unnið JPG líka?

  2. Það er nú bara venjuleg tungsten pera í þessum lampa. Ég skoða fyrst og fremst þéttleika og prentgæði þessar litafleta þarna, ekki svo mikið litinn sjálfann. Litfletirnir er síðan mældir í spectrophotometer ti að fá ICC prófíl. Þegar ég dæmi litmyndir notast ég hins vegar við dagsljósperur, en það er hægt að fá ákveðnar flúrperur með réttum ljóshita.

  3. Ok hélt að þetta væri sérstök pera, fanst vera svo jöfn litaendurgjöf á öllum litum, og svo ljósið á prentaranum er sami hvíti liturinn, en ekki meira um það, gangi þér vel með þetta verk.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *