Helgarferð að Stóra Hofi


Brakandi þurrkur á Stóra Hofi. Canon EOS 5D Mark II, EF 50mm f/1.2L

Helgin var fín. Skruppum austur að Stóra Hofi með góðum vinum. Hlynur og Guðrún buðu okkur Margréti og líka Andra Snæ og hans Margréti. Og púkunum auðvitað. Ég var búinn að plana að taka með gönguskíðin í þessa ferð, en það varð ekkert úr því. Bévítans þíða núna. Ég vona að hann fari ekki að rigna fyrir norðan líka. Við ætlum nefnilega í skíðafrí í næstu viku til Akureyrar, þegar stelpurnar fara í vetrarfrí frá skólanum.


Atli Fannar Hlynsson. Canon EOS 5D Mark II, EF 135mm f/2.0

Atli Fannar er næst nýjastur í Flateyjarfara-hópnum. Samt er hann bara 2ja mánaða. Það er metnaðarfull framleiðsla hjá okkur vinunum.

Elín Freyja Andradóttir. Canon EOS 5D Mark II, EF 135mm f/2.0

Lightroom námskeiðið er annars í fullum gangi. Skemmtilegur hópur sem er óhræddur við að spyrja. Það er mikilvægt. Ef það er ekkert spurt finnst mér allir vera að hugsa um skútur. Það eru tvö önnur námskeið plönuð í mars. Það fylltist strax á þetta og mér skylst á Halldóri (hjá Sense) að það næsta sé að verða fullt. Ef þið hafið áhuga er um að gera að senda honum línu. Nánari upplýsingar hér.

Í kvöld uppfærði ég iLife. Í kjölfarið fann ég nokkur gömul vídeó og fór að skoða. Ég á hrikalega mikið af óklipptu efni. Samt finnst mér ég ekki hafa verið mjög duglegur í vídeódeildinni. Lengi vel var það eiginlega prinsipp hjá mér að skjóta ekki vídeó. En svo eignast maður börn og sér hvað lifandi myndir eru líka mikilvægar. Samt finnst mér ennþá góð ljósmynd áhrifamesti miðilinn. Rétta augnablikið getur sagt meira en 5 mínútur af vídeó.

Kannski er samsuða af ljósmyndum og vídeó það allra besta? Eða ljósmyndir klipptar með hljóði líkt og kvikmynd? Það er að finna margar flottar þannig ljósmyndasýningar hjá Magnum in Motion.

One thought

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *