Áhugaverð sýning


© Þjóðminjasafn Íslands GÁ-2073

Í dag opnar áhugaverð ljósmyndasýning í bogasal Þjóðminjasafnsins. Sýningin heitir “Þrælkun, þroski, þrá?” og fjallar um börn við vinnu á sjó og landi. Ætlunin er að vekja okkur til umhugsunar um vinnumenningu og barnauppeldi á 20. öld. Allir vita að börnin tóku snemma þátt í ýmsum störfum, en ég hugsa að það komi ýmsum á óvart hversu ung börnin voru til sjós.

Ég er búinn að sjá sýninguna á vissan hátt, þar sem ég sá um prenta og ganga frá henni. Gullfallegar myndir og á mörgum þeirra má sjá stolltið skína úr andlitum barnanna, eins og á myndinni hér að ofan.

Mér varð hugsað til þessara mynda áðan, þegar ég var að aka dóttur minni í jazzballettíma. Það virðast ljósár, frekar en tæp öld, á milli þessara tíma.

7 thoughts

 1. Ég veit ekki til þess að Þjóminjasafnið hafi sett ljósmyndasýningarnar á Netið lika, en það væri auðvitað ákaflega lítið mál í sjálfu sér. Ég myndi í þínum stað senda þeim línu og hvetja til þess. Ef það þykir ekki góð hugmynd að “keppa” við sýninguna á meðan hún hangir uppi væri hægt að skella þeim á Netið eftir að þeim líkur í safninu.

 2. Svo eg leggi smá orð í belg sem ljósmyndari á safninu þá er hugmyndin um að hafa sýningar á netinu ekki svo vitlaus. Hinsvegar er alltaf svoldið skondið að tala við fólk sem skilur ekkert í því af hverju allt myndasafnið sé ekki aðgengilegt á netinu. Fyrir því eru tvær ástæður:

  – það eru 3 milljonir mynda í safninu og gengur því hægt að skanna allt inn.

  – vegna laga um persónuvernd þá er óleyfilegt að setja myndir, t.d. af fólki, á netið.

  Velti fyrir mér hvort það gæti líka heft sýningarhald á netinu. Væri gaman að kanna það. Svo er spurning með höfundarétt og svona. Myndirnar á sýningunni, eftir t.d. Guðbjart Ásgeirsson, tengjast höfundarétti til handa afkomendur Guðbjarts o.s.frv. Að ýmsu að hyggja.

 3. Það má velta fyrir sér hvort allar breytingar á barnauppeldinu séu af hinu góða. Það er allavega öllum hollt að þekkja fortíðina, myndi gjarnan vilja sjá þessa sýningu, en þar sem ég bý í Danmörku í augnablikinu þá er ekki hlaupið að því.

  Það væri frábært fyrir okkur sem ekki búum á landinu að geta skoðað sýningar á netinu.

  Kv. Ágústa

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *