Heilsuvernd


Handþvottaferðalag í tómri sjúkrastofu. Canon EOS 5D Mark II, TS-E 24mm f/3.5L

Ég var að ljósmynda eitt fallegasta húsið í bænum í gær, gömlu Heilsuverndarstöðina við Barónstíg. Mér fannst það undarlegt að borgin skyldi selja húsið á sínum tíma. Svona einstakar byggingar eiga að hýsa opinbera þjónustu. Nú stendur það autt.

Það var mjög sérstakt að fara um það svona tómt. Ég hafði ekki áttað mig á hversu mikil perla þetta hús er. Það er fullt af smáatriðum sem gleðja augað. Núverandi eigandi er að taka það í gegn að miklu leyti, en húsið er að hluta friðað, svo sem gluggar, mynstur í gólfum og litaval á ákveðnum veggjum.

Vonandi fær það aftur hlutverk sem sæmir því.


Stigahúsið flotta. Canon EOS 1Ds Mark III, EF 16-35mm f/2.8L II (samsett mynd).

4 thoughts

  1. þessi neðri er afskaplega flott.. skemmtilegar línur þarna.

    Hvernig er myndin samsett ef ég má spyrja? Maður lærir ekki neitt án þess að spyrja las ég einhverstaðar…

  2. því meira sem ég horfi á efri myndina þá finnst mér hún algjört æði, hvernig þú rammar inn myndina og ljósið í spegilinn. Vel gert.

  3. Sæll Kristinn.
    Takk fyrir hrósið. Ég tók neðri myndina á 16mm upphátt, svona 8 ramma cirka sem ég setti saman í Photoshop. Geri beint export úr Lightroom 2.0 – Merge as Panorama in Photoshop… svo fær maður sér kaffi því það tekur drjúga stund!

  4. já þetta er glæsilegt hús, flott rýmin inni í því, stofur með bogadregin “horn” o.s.frv…

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *