Prjónamekka


Álafoss-föt Best. Canon EOS 5D Mark II, EF 35mm f/1.4L

Konan mín er prjónaóð. Það er víst að ganga. Þegar harðnar á dalnum leitar þjóðin upprunans. Konur fara að prjóna. Karlar vilja drepa hvali.

Ég fór í prjónamekka með konunni í dag. Kvosin í Mosfellsbæ má reyndar muna sinn fífil fegurri. En það er samt e-h sjarmi þarna. Ég er fegin því að góðærið gekk ekki af þessu dauðu. Hefði verið týpískt að byggja andlausa kassa allt í kring og stílfæra svæðið í kaf.


Margrét í lopavalkvíðakasti. Canon EOS 5D Mark II, EF 35mm f/1.4L

Verslunin í gamla Álafoss húsinu er skemmtilega orginal. Ég átti ekki í vandræðum með mig í þessari búð. Fannst bara helv.. gaman (ég var reyndar með myndavélina). Ég verð að viðurkenna að ég er drullu monntinn af henni Möngu minni. Hún prjónar eins og vindurinn… vettlinga, sokka, trefla, tátiljur, kjóla, sjöl og meira að segja skálar (ég er ekki að grínast). Nú stendur svo til að prjóna lopapeysu á karlinn!


Tásumýs. Canon EOS 5D Mark II, EF 135mm f/2.0 L

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *