Óli trommuheili

olihar_milford_sound
Milford sound – Fiordland National Park  © Ólafur Haraldsson.

Ólafur Haraldsson er ferskur fýr sem ég kynntist fyrst þegar ég var að kenna Photoshop ACE námskeiðið hjá NTV. Óli var einn af nemendunum, en ég sá nú fljótt að það var nú fátt sem hann kunni ekki fyrir námskeiðið!

Það er töluvert vatn runnið til sjávar síðan þetta var og Óli er kominn á kaf í bæði ljósmyndun og gagnvirka miðlun (e. Interaction Design). Hann hefur gert töluvert af því að setja saman stórar panoramamyndir og í náminu sínu hefur hann tvinnað saman gagnvirka miðlun og ljósmyndun á skemmtilegan hátt.

Hann var að fara af stað í BA verkefnið sitt og í tilefni af því setti hann upp blogsíðu þar sem áhugasamir geta fylgst með gangi mála. Verkefninu lýsir hann í stuttu máli þannig:

“Verkefnið snýr að því að gera það mögulegt að ná heilu rými inn á mynd, þjarkar (róbótar) eru notaðir til þess að gera hlutinn sjálfvirkan. Möguleikarnir eftir það verða í raun endalausir, það væri t.d. hægt að forrita þá þannig að þeir taki ramma á ákveðnum tímapunkti. Taki þá heila mynd í senn eða taki búta úr rýminu á mismunandi tíma og reyni svo að setja það saman eftir.”

Ég sagði að hann væri trommuheili…

5 thoughts

  1. Hey takk fyrir póstið, verður gaman að sjá hvað fólk segir um þetta lokaverkefni mitt.

    Ekki er heldur hægt að neita því að þeir 2 hér að ofan séu með góðan takt í sér.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *