Lesið fyrir afa

Lesið með afa Mats
Lesið fyrir Afa Mats. Canon EOS 5D Mark II, EF 50mm f/1.2L

Við Ari fórum að heimsækja afa á spítalann um daginn. Sá gamli var í smá viðhaldi á hné. Kemur ykkur sem sem þekkja Kanslarann líkast til ekki á óvart. Enginn skógarköttur hann pabbi, þó norskur sé!

Þennan sama dag fór Ari í 5 ára skoðun og fékk að launum hina og þessa bæklinga sem hann sýndi afa stoltur. Svo las hann að sjálfsögðu fyrir afa. Mér fannst þeir svo sætir saman þarna á rúminu að lesa fyrir hvorn annan að ég var að smella nokkrum myndum.

Ari kom okkur foreldrunum á óvart um daginn þegar hann las upp úr þurru texta á plastpoka. Það var svolítið táknrænt að plastpokinn var merktur bókabúð Máls og Menningar. Hann var búinn að læra stafina fyrir nokkru, en var þvertók fyrir að setja þá saman í orð. Hann kunni sko stafina en ekki að lesa! En svo er eins og eitthvað smelli bara og hann fer að tengja saman hljóðin og lesa. Merkilegur andskoti…

4 thoughts

  1. Ég er sko stoltur að láta 5 ára polli lesa fyrir mig. Barnabörnin er það dýrmætasta sem maður á.
    Þakka þér Gústi fyrir goða kveðju. Þar sem þú talar um mynd í eintölu vildi ég benda á að þegar þú ser myndirnar hans Chrissa, liggja oft syrpu mynda með sama myndefni undir. Bara tvismella, þá birtast myndirnar frá Photoshelter.

  2. Hi Maria.
    Yeah he’s looking sharp, even though he is at the hospital! Just had his knee fixed the other day. Is recovering at home now.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *