Jekyll and Hide

kids_playing_piano_1

Ég rakst á þessar myndir sem ég tók í Hraunbænum, á meðan systir mín bjó þar ennþá (við bjuggum þarna síðar). Þarna má sjá Hlyn Smára, uppáhalds-frænda sýna frænkum sínum píanóið sitt. Eftir nokkrar sekúndur var svo kominn upp smá ágreiningur um hver systrana ætti að fá að prófa að spila fyrst.

Það er e-h súrelaískur konstrast á milli systrana á neðri myndinni. Arndís er aaaalveg að missa það á meðan Bjargey virðist sallaróleg með gemsa í höndunum. Skelfingarsvipurinn á frænda er svo sem skiljanlegur.

kids_playing_piano_2

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *