Tengdapabbi sextugur

runar_med_myndavel

Rúnar tengdó varð sextugur í dag. Það reynist tengdafjölskyldunni minni yfirleitt erfitt að finna gjafir handa honum. En í ár var það aðeins auðveldara.

Það var kominn tími á að uppfæra stafrænu myndavélina og þar að auki var hann ekki búinn að fá sér stafræna vídeóvél aftur (hinni var nefnilega stolið úr bíl á Spáni hér forðum).

Þegar ég sá þessa vél um daginn hjá Halldóri í Sense vissi ég að þetta væri alveg málið fyrir hann. Ég lagði því til að slegið yrði saman í svona vél handa karli í sextugs-afmælisgjöf.

Ég spái því að innan skamms verði allar  heimilismyndavélar svona samsuða af myndavél og Full-HD videovélum. Til hvers að vesenast með tvær vélar þegar ein getur leyst verkefni beggja? 

Við fórum upp í Kjós í kvöld í afmælisveisluna og þar tók ég nokkrar myndir sem má skoða nánar hér.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *