Myndaskjólið

chris_photoshelter

Þeir sem hafa heimsótt síðuna undanfarið hafa kannski ratað á krækjur sem ekki virka. Ástæðan er sú að ég var að breyta um hýsingaraðila á síðunni. Borga núna svipað á ári og ég gerði á mánuði. Mæli eindregið með 1984.is fyrir þá sem eru að leita sér að ódýrum og góðum hýsingaraðila hér innanlands. Í kjölfarið á þessari breytingu ákvað ég að leggja annars ágætu zenphoto gallerykerfi sem hann Óli Har var búinn að sníða fyrir mig og nota núna Photoshelter.

Photoshelter hef ég verið með aðgang að síðan haustið 2006 en fyrst núna er ég farinn að nýta mér alla möguleikana sem það býður upp á. Ég notaði það aðallega sem öryggisafritun, en ég er með hellings pláss þarna, keypti 1TB pláss á slikk (okei það var 2007 – ekki alveg eins mikið slikk við endurnýjun í dag).

Photoshelter býður upp á miklu meira en bara hýsingu. Ef maður hefur áhuga á því að selja höfundarrétt eða jafnvel prentaðar myndir er hægt að gera það í gegnum þá. Þeir taka aðeins 10% af höfundarrétti sem verður að teljast mjög sanngjarnt. Auk þess er mjög þægilegt að nota kerfið til að deila myndum með viðskiptavinum eða öðrum.

Nýlega fóru þeir að bjóða upp nokkur einföld sérsniðin útlit, þar sem ljósmyndarar geta einnig notað sín logo og samræmt betur við útlit á öðrum síðum. Það hefur alltaf verið hægt á að forrita í kringum þeirra kerfi, en núna þarf maður sem sagt ekki að vera vefforritari til að hræra aðeins í útlitinu.

Ef þú ert að leita að hýsingarlausn sem býður upp á eitthvað meira en t.d. Flickr þá mæli ég með því að þú tékkir á Photoshelter.

5 thoughts

  1. ég fíla 1984.is. Þú getur fengið fancy urls með því að senda þeim línu og biðja um að þú fáir leyfi til að búa til og nota .htacces skrár með wordpressinu þínu.

  2. er einmitt alltaf að leita að hinni fullkomnu lausn fyrir kúnnan. flestum finnst ftp og flókið (og oft hægt með erlendum server). prófaði rumpus um daginn sem notast við mína eigin tölvu en það gengur brösulega að fá það til að virka en veit um marga sem eru mjög ánægðir með það. spurning að prófa photoshelter

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *