Ný sýn

Það kom í ljós í fimm ára skoðuninni um daginn að kauði sá ekki alveg nógu vel.

Við feðgarnir fórum því til augnlæknis í gær til að fá úr þessu skorið. Og það er nokkuð ljóst að Ari Carl hefur erft blessuðu nærsýnina frá pabba sínum.

Fórum því til Axels frænda í Optic Reykjavík með uppskriftina frá lækninum og fengum þessi líka fínu Titanum gleraugu fyrir litla prófessorinn.

Ari Carl er hæstánægður með þetta, enda sér hann mun betur frá sér núna. Sagði meira segja: “Nú sé ég betur en allir í fjölskyldunni” þegar við vorum á leiðinni heim og hann var að uppgvöta ýmislegt eins og fljúgandi máva í fjarska.

Er hægt að verða eitthvað sætari?

6 thoughts

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *