DIM 41

Jazztríóið DIM 41 á æfingu. ©2009 Christopher Lund
Jazztríóið DIM 41 á æfingu. ©2009 Christopher Lund

Í föstudaginn í síðustu viku var ég fluga á vegg á æfingu hjá frábærum tónlistarmönnum. Jazztríóið ber vinnuheitið DIM 41, en þeir æfa nú efni eftir Árna Heiðar Karlsson, sem er arkitektinn af tríóinu. Tríóið skipa: Árni Heiðar Karlsson á píanó, Gunnar Hrafnsson á kontrabassa og Matthías Hemstock á trommur.

Hér má svo finna vefgallery með fleiri myndum frá æfingunni.

Ég mun fylgja þeim eftir næstu mánuði, ljósmynda æfingar, upptökur, tónleika og ferðalög. Þetta var því einungis upphafið á nokkuð stærra verkefni. Ég verð að viðurkenna að ég var pínu stressaður yfir því að ég myndi ekki fíla tónlistina. Jazz er nefnilega ekki það sama og jazz. En ég þarf ekki að hafa frekari áhyggjur af því. Þetta er massaflott tónlist, akkúrat á þeirri línu sem ég fíla.

Það er nauðsynlegt fyrir ljósmyndara að umgangast annað skapandi fólk. Því er ég mjög ánægður og um leið spenntur fyrir þessu verkefni.

Árna kannaðist ég annars við í gegnum sameiginlegan vin okkar Andra Snæ. Við þrír fórum ásamt Freysa að skíða á Snæfellsjökul um Páska fyrir nokkrum árum síðan. Það var truflaður dagur. Fórum tvær ferðir, fyrst með troðaranum upp og svo húkkuðum við far með jeppafólki til að ná annari ferð, gratis!

Skíðað á Snæfellsjökli
Skíðað á Snæfellsjökli © Christopher Lund

Ég er einmitt að fara með Frey og fjölskyldu norður um Páskana. Ekki á Akureyri þó, heldur leigjum við hús á Hofsós og ætlum að skíða í Tindastól. Ég hef ekki ennþá prófað það svæði og hlakka mikið til.

Glöggir lesendur taka kannski eftir nýrri virkni hér á síðunni. Ef smellt er á myndirnar hér að ofan opnast þær stærri og bakgrunnurinn verður dekkri. Dýrari týpan.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *