Draumalandið frumsýnt

Öræfi Austurlands, Snæfell í bakgrunni. ©2006 Christopher Lund
Öræfi Austurlands, Snæfell í bakgrunni. Þetta land er nú Hálslón. ©2006 Christopher Lund

Dagurinn er runninn upp. Í kvöld verður Draumalandið frumsýnt í Háskólabíó. Það eru blendnar tilfinningar í brjósti. Mikil tilhlökkun að sjálfsögðu, en um leið rifjast upp fyrir mér hvernig mér leið sumarið 2006. Þá fór ég tvisvar um öræfi Austurlands, í seinna skiptið með Andra Snæ sem var ásamt Þorfinni að skjóta efni fyrir myndina.

Á þessum tíma fann ég fyrir sterkari tenginu við Náttúruna en nokkru sinni áður. Mér fannst eins og ég væri að missa ástvin þegar tappinn var settur í stífluna og Hálslón byrjaði að fyllast. Ég fann fyrir sorg og gríðarlegu vonleysi. Ég skildi engan veginn hvernig það væri hægt – fullkomlega meðvitað – að framkvæma slík hryðjuverk á landinu. Ég skil það ekki ennþá.

Það er þetta vonleysi sem skýtur upp kollinum á ný. Atburðir hér á landi frá hausti 2006 til dagsins í dag færa varla von í brjóst. Og þó.

Ég lít svo á að hrunið sé fyrst og fremst verið á hugmyndafræði. Ef við eigum að taka upp nýjan hugsunarhátt verður okkur að finnast fyrri stefna röng. Er hægt að komast að annari niðurstöðu í dag?

Ef þú ert í vafa mæli ég með því að þú farir að sjá Draumalandið.

One thought

  1. Er bara búinn að sjá trailerinn en fæ samt hroll.

    Ef ég gæti fengið eina ósk uppfyllta þá væri hún sú að við snérum af þessari braut; braut eyðileggingar í nafni gróðans. Allt snýst um að hámarka gróðann. Sama hverju er fórnað.

    Já og takk fyrir flott gallerí hérna á síðunni.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *