Hofsós var það heillin

Drangey í Skagafirði. © Christopher Lund
Drangey í Skagafirði. © Christopher Lund

Þá leggjum við land undir fót og höldum norður á Hofsós með góðum vinum um Páskana. Stefnan er svo að tékka á skíðasvæðinu Tindastól. En að öðru leyti er bara afslöppun og kósíheit. Kannski að maður taki eitthvað af myndum líka?

Þessi hér að ofan er tekin á leið út á Hofsós fyrir mörgum árum. Hasselblad 503CW og 350mm Carl Ziess. Ég er búinn að vera í svolitlum filmugír undanfarið. Aðallega við að skanna og vinna úr eldri myndum. Fann m.a. negatívur frá Flateyjarferð 2004 sem ég hafði aldrei gefið mér tíma í að skanna.

Skeljaskvísur í Flatey. ©2004 Christopher Lund
Skeljaskvísur í Flatey. ©2004 Christopher Lund

Þessi fær því líka að fylgja með af sætum skvísum við gamla samkomuhúsið… sem nú er orðið hluti af glæsilegu Hóteli.

Ég tók bara á filmu í þessari ferð, allt á bladdarann og Fuji NPH 400. Skaut líka vídéo sem bíður úrvinnslu (eins og 95% af vídéo sem ég hef skotið í gegnum tíðina). Ég finn hvernig Flateyjarfirðingurinn er farinn að gera vart við sig!

Gleðilega Páska öll sömul!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *