Tveggja stafa

Arndís Lund. ©2009 Christopher Lund

Það er naumast hvað eitt ár getur liðið fljótt! Finnst eins og það séu nokkrir mánuðir en ekki heilt ár síðan ég skrifaði þetta.

Nú er sem sagt áratugur síðan þessi skvísa kom í heiminn. Við feðginin fórum í gær og versluðum nýja línuskauta í afmælisgjöf frá okkur foreldrunum. Fínir skautar á góðu verði í Markinu. Svo fékk hún í morgun sundgleraugu og hárbursta frá systkinum sínum ásamt e-h föndur-skvísu-dóti sem er nauðsynlegt hverri 10 ára stúlku.

Systkinaknús. ©2009 Christopher Lund
Systkinaknús. ©2009 Christopher Lund

Í tilefni dagsins er hér smá vídeóstubbur af þeim systrum. Þetta er tekið fyrir 6-7 árum. Þarna má heyra færeyska hreiminn sem Arndís var með. Systurnar áttu annars að taka til í herberginu sínu og það gekk frekar hægt. Ég tók því til minna ráða og hótaði þeim – eins og sannir gæðaforeldrar gera!

3 thoughts

 1. HAHAHA…. áii.. þetta var ljótt. Bara skilin eftir á altarinu. En það er nokkuð víst að það þarf að sýna þessa klippu í brúðkaupinu. En þetta virkaði =)

  Til hamingju með stelpuna.

  FELIX og Co

 2. Til hamingju með 10 ára snótina.
  Flotar myndir og video.
  Skilaðu bestu afmælis kveðjum frá
  Gunnu á Kanó og Nönnu frænku

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *