Hraði

Háhraðalandslag. ©2008 Christopher Lund
Háhraðalandslag. ©2008 Christopher Lund

Það eru sennilega merki um að maður er farinn að eldast, en mér finnst tíminn líða of hratt (á gervihnattaröld). Ég þarf að hafa mig allan við að láta ekki verkefnin sem bíða trufla mig við verkefnin sem ég er að vinna við hverju sinni.

Verkefnalistinn er reyndar fullur af skemmtilegum viðfangsefnum. Það má kalla forréttindi. En samt sem áður er auðvelt að láta slík lúxusvandamál snúast upp í andhverfu sína og skapa streitu.

Að lifa í núinu er hægara sagt en gert. Trommuheilinn í mér er á sífelldu tímaflakki. Þegar ég næ að temja hann í augnablik gerast góðu hlutirnir.

3 thoughts

  1. Held nú satt best að segja að hraðin væri ekkert mál, eins og þú skipuleggur vinnu þinni vel og virðist ekki láta trufla þér af því sem skiptir litlu máli. En með galopin augun sér þú oft ymislegt sem hægir á ferðinni þinni og vel er það – þvi þannig nær þú oft þinar bestu myndir. Þakka fyrir að láta okkur njota.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *