Flatey 2006 remastered

Sólbaðaður stigi í Flatey. ©2006 Christopher Lund
Sólbaðaður stigi í Flatey. ©2006 Christopher Lund

Það er í senn blessun og bölvun að tækninni fleygi fram eins hratt og raun ber vitni. Þegar maður ljósmyndar stafrænt í RAW skráarsniði er endalaust hægt að vinna myndir upp á nýtt. Þegar hugbúnaðurinn þróast og býður upp á nýjar úrvinnsluaðferðir er freistandi að endurvinna myndir sem manni þykir vænt um. Ég var í þessu í dag þegar ég ákvað að fara í gegnum myndir frá Flatey teknar vorið 2006.

Þorpið í Flatey. ©2006 Christopher Lund
Þorpið í Flatey. ©2006 Christopher Lund

Ég var nú reyndar ekki búinn að fullvinna þær allar í upphafi. Það er nú meira reglan en undantekningin hjá mér í þessum prívat verkefnum. Ég er t.d. núna að gera átak í að koma Flateyjarmyndum almennilega í hús. Sagði ykkur frá því um daginn að 2004 árgangurinn hafði ekki einu sinni farið í skönnun. Ég er með það og árgang 2008 í vinnslu hér heima á kvöldin. Þetta er filmustöff sem tekur óneitanlega lengri tíma að vinna úr. Samt svooo gaman að skjóta á filmuna inn á milli.

Spur Cola flaska í glugganum í skemmunni hans GPÓ. ©2006 Christopher Lund
Spur Cola í skemmunni hans GPÓ. ©2006 Christopher Lund

En alla vega… þeir sem vilja endurskoða Flateyjarmyndirnar frá 2006 geta gert það hér.

2 thoughts

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *