565 Hofsós

Sjálfsmynd á Prestsbakka. ©2009 Christopher Lund
Sjálfsmynd á Prestsbakka. ©2009 Christopher Lund

Við fórum norður á Hofsós um páskana. Þetta var æðislegt páskafrí með góðum vinum, skíðaferðum og frábærum mat auðvitað.

Ég ákvað að taka með mér bladdarann í þessa ferð. Ég fæ alltaf filmulosta annað slagið. Það er eitthvað við að skjóta á Hasselblad V-systemið sem engar aðrar vélar ná að gefa mér. Og á þessum hröðu stafrænttilbúiðígær-tímum er ákveðin endurholgun fólgin í því að rölta um með mekanískar filmuvél og skjóta efni, sem er ekki ætlað neinum nema mér sjálfum.

Höfðaströnd við Hofsós. ©2009 Christopher Lund
Höfðaströnd við Hofsós. ©2009 Christopher Lund

Ég fór í tvær stuttar gönguferðir um Hofsós eftir skíðaferðirnar og hlóð andlegu rafhlöðurnar. Afraksturinn er að finna hérna.

5 thoughts

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *