London kallar!

Natural History Museum í London. ©2006 Christopher Lund
Natural History Museum í London. ©2006 Christopher Lund

Þá er komið að því. CL og ACL smella sér í feðgaferð til London!

Iceland Express auglýsti flugmiðana til London Gatwick nánast gefins um daginn (skattarir fylgdu með, sem betur fer) og ég missti mig um stund og pantaði miða fyrir okkur Ara Carl. Ekkert tilefni annað en að eyða gæðatíma með púkanum og heimsækja Anítu systir og Hlynsa frænda.

Ferðin er eingöngu skipulögð út frá áhugasviði fimm ára drengs: Vísindasafn, Risaeðlur, LondonEye, tveggja hæða strætó, Wallace and Gromit, Dýragarður, dótabúðir, ísbúðir og sitthvað fleira.

Ari er að springa úr spennu. Hefur talið niður samviskusamlega. Köllum hann Herra Dagatal, því á hverjum morgni er krossað yfir á dagatalinu inn í herbergi.

Bless í bili!

2 thoughts

  1. Ég er með ykkur í leyni – “fuglin” þarna fyrir útan sem flygur með ykkur út um allt og fylgist með.
    Hafið þið þrælgoða skemmtun og skilið bestu kveðjur til Hlynsa og Anítu.
    Pabb/Afi

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *