Feðgar á ferð

Flippaðir feðgar. ©2009 Christopher Lund
Flippaðir feðgar. ©2009 Christopher Lund

Jæja, þá erum við feðgar komnir heim eftir vel lukkaða reisu til London. Við lögðum í hann snemma á fimmtudagsmorgninum eins og venjan er hér á Fróni. Vorum reyndar svolítið seinir af stað. Ég misreiknaði mig eitthvað varðandi hversu mikinn tíma ég þyrfti þarna um morguninn (gerði ekki ráð fyrir sturtu og rakstri). Það slapp þó alveg, rólegt í Leifstöð. Aðallega Norðmenn þar á ferð, alla vega heyrðist söngurinn í hverju horni.

Syrpan klikkar ekki. ©2009 Christopher Lund
Syrpan klikkar ekki. ©2009 Christopher Lund

Ferðin út gekk bara vel og við lentir á London Gatwick eftir tvo-fjörtíuogfimm. Ég hafði ekki farið um þennan flugvöll áður. Mikið betri en Standsted að mínu mati. Aníta sótti okkur á Austin Mini út á völl. Hún lenti reyndar í massa umferðarteppu og því þurftum við að hinkra. Kom ekki að sök, Ari með glænýja Andrés-syrpu og gamli fékk sér stóran Cappucino á Costa Café.

Tölvufrændur. ©2009 Christopher Lund
Tölvufrændur. ©2009 Christopher Lund

Við vorum komnir í hús um þrjú-leytið og tókum því með ró sem eftir lifði dags. Ari var alveg sáttur, fékk að hafa stóra frænda út af fyrir sig, en Hlynur Smári er yfirleitt umsetinn frændsystkinum sínum þegar stórfjölskyldan hittist.

Risaeðlurnar voru skoðaðar mjöööög vel. ©2009 Christopher Lund
Risaeðlurnar voru skoðaðar mjöööög vel. ©2009 Christopher Lund

Á föstudeginum var haldið í Natural History Museum. Við byrjuðum á því að skoða Risaeðlusýninguna – tvisvar. Fyrst réttsælis og svo á móti straumnum. Gerðum svipað í spendýrahlutanum áður en við bókstaflega þræddum hvern krók og kima í þessu magnaða safni. Talandi um að óverdósa á upplýsingum! Ari Carl valhoppaði um og saug allt í sig eins og svampur. Þvílík orka í ekki stærri búk.

Steinasafnið skoðað á hvolfi. ©2009 Christopher Lund
Steinasafnið skoðað á hvolfi. ©2009 Christopher Lund
Ari og Hlynur í Hyde Park. ©2009 Christopher Lund
Ari og Hlynur í Hyde Park. ©2009 Christopher Lund

Eftir tæpa fjóra tíma í safninu (grínlaust!) hittum við Hlynsa og fengum okkur ekta ítalskan mat í hádeginu. Þarnæst gengum við í gegnum Hyde Park, fengum okkur ís við minnismerki Díönu, sem er gosbrunnur og/eða lækur. Eftir þetta hittum við Anítu á Piccadilly Circus og fengum okkur kvöldverð á Rain Forest Café. Staðurinn er eins og regnskógur, þar inni eru fossar og það koma þrumur og eldingar með látum!

Ari Carl og The Water Bus í baksýn. ©2009 Christopher Lund
Ari Carl og The Water Bus í baksýn. ©2009 Christopher Lund
Aníta og Ari Carl að spjalla á leið til Camden Lock. ©2009 Christopher Lund
Aníta og Ari Carl að spjalla á leið til Camden Lock. ©2009 Christopher Lund

Laugardagar eru skemmtilegir í Camden Town. En áður en við fórum þangað skelltum við okkur í dýragarðinn. Það er nefnilega upplagt að taka The Water Bus frá Maida Vale til Camden Lock, með viðkomu í dýragarðinum. Á markaðnum í Camden er dásamlegur matur á óteljandi básum, ásamt fatnaði og alls konar glyngri auðvitað. Ef þið hafið ekki farið á þennan markað þá er það algjört möst ef förinni er heitið til London. Það voru þreyttir ferðalangar sem fengu sér ís eftir matinn, Ben and Jerry’s að sjálfsögðu.

Borða ís og horfa á sjónvarp... mmmm... ©2009 Christopher Lund
Borða ís og horfa á sjónvarp... mmmm... ©2009 Christopher Lund
London Aquarium. ©2009 Christopher Lund
London Aquarium. ©2009 Christopher Lund

Á sunnudeginum fórum við svo niður á Southbank, í LondonEye og London Aquarium sem er þar rétt hjá. Kemur á óvart hversu stór þetta fiskasafn er. Þar má sjá hákarla, túnfiska, risa-skötur og óendalega margar tegundir af fiskum frá kóralrifunum og Amazon ánni.

LondonEye - or ass? ©2009 Christopher Lund
LondonEye - or ass? ©2009 Christopher Lund

Eftir fiskasafnið fórum við í LondonEye ásamt túristum með stóra rassa. Á Southbank er mikið af götulistamönnum og Ari gaf flestum þeirra smápening. Við snæddum svo á frábærum mexíkóskum stað með Anítu og Hlyn og fórum svo í fyrrumútrásarvíkingadótabúðina Hamley’s þar sem Guttinn fékk að velja sér dót. Ben10 geimverurannsóknarstofutrukkur varð fyrir valinu takk fyrir. Til að kóróna daginn var tekin London Taxi heim, nokkuð sem sá stutti var búinn að bíða eftir að fá að prófa. Stolltið leynir sér ekki á þessari mynd.

London Taxi. ©2009 Christopher Lund
London Taxi. ©2009 Christopher Lund

Fyrr en varði var kominn mánudagur sem var heimferðardagur. Ari Carl sagðist vilja vera sextíu nætur í viðbót. Lái honum hver sem vill. Þegar maður skipuleggur helgarferð út frá áhugasviði 5 ára drengs verður til hrikalega skemmtileg ferð. Ekkert shopping kjaftæði. Bara skoða, vera saman og borða alltaf góðan mat og ís! Ómetanleg ferð fyrir okkur báða.

London Sience Museum. ©2009 Christopher Lund
London Sience Museum. ©2009 Christopher Lund

Flugið var ekki fyrr en hálfníu um kveldið og því nægur tími til spóka sig frekar í London. Við fórum í Science Museum en þar er skemmtileg sýning um breskar uppfinningar fyrir börn. Það eru þeir Wallace og Gromit sem fræða börnin á sinn einstaka hátt. Þrátt fyrir að vera þarna í rúma tvo tíma vorum við engan veginn búnir að skoða nóg. Maður kemur því aftur við í þessu safni seinna!

Frændaknús. ©2009 Christopher Lund
Frændaknús. ©2009 Christopher Lund

Við drifum okkur heim til að knúsa Hlynsa, kláraðum að pakka og svo tókum við neðanjarðarlestina út á Victoria Station, en þaðan fer Gatwick Express. Það var ánægður fimm ára snúður að lita í flugvélinni á leiðinni heim.

Litað í flugvél. ©2009 Christopher Lund
Litað í flugvél. ©2009 Christopher Lund

Fyrir ljósmyndanörrana þá tók ég með mér nýju fimmuna og tvær fastar linsur; 50mm f/1.2L og 35mm f/1.4L.

4 thoughts

  1. Þetta lítur út fyrir að hafa verið annsi hreint skemmtileg ferð hjá ykkur feðgum..Gott hjá ykkur! Og ekki sakar að hafa góðar myndir við skemmtilega frásögn 😉

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *