Vorverkin á Hverfisgötunni

Svefnsófar eru sparnarðarráð. © Óli Páll - Ljósmyndasafn Reykjavíkur
Svefnsófar eru sparnarðarráð. © Óli Páll - Ljósmyndasafn Reykjavíkur

Maí mánuður markar upphaf sumars, þó að sumardagurinn fyrsti sé fyrir löngu liðinn. Þessi mánuður hefur verið góður hjá mér, allar götur síðan ég hóf að prenta og taka að mér sýningar ýmis konar. Ég verð ekki var við mikinn samdrátt í ár, þrátt fyrir bölið sem dynur á manni alla daga. Menning og listir virðast jafnvel styrkjast í kreppu. Það er hið besta mál.

Ég sá um prentun á mjög skemmtilegri sýningu sem opnar á morgun í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Þar má sjá ímyndar- og auglýsingamyndir teknar á sjöunda áratug síðustu aldar. Sýningarstjórar eru þau Guðmundur Oddur Magnússon (Goddur) prófessor í grafískri hönnun og Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir fagstjóri vöruhönnunar. Þessi sýning staðfestir enn og aftur mikilvægi ljósmyndasafnis í að varðveita menningarsögu okkar.

One thought

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *