Lauren og Zach

Á mánudaginn var ljósmyndaði ég skemmtilegt brúðkaup. Þau Lauren Chitwood og Zach Schauf ákvaðu að koma til Íslands til að gifta sig. Með þeim komu nánasta fjölskylda og vinir, tæplega 20 manna hópur í allt!

Í Bandaríkjunum er algengt að ljósmyndarar skrásetji allan daginn, allt frá undirbúningi til loka veislu. Ég býð erlendum viðskiptavinum því ávallt upp á allan pakkann ef svo má að orði komast. Það er ekki svo oft sem maður fær tækifæri til þess og ég hef alltaf mjög gaman af. Það verður þó að viðurkennast að í lok dags er ég orðinn mjög lúinn.

Athöfnin að hefjast á Þingvöllum. ©2009 Christopher Lund
Athöfnin að hefjast á Þingvöllum. ©2009 Christopher Lund

Þau voru gefin saman á Þingvöllum, en þar var búið að koma fyrir litlu veislutjaldi til vonar og vara, enda ekki hægt að bóka gott veður hér frekar en annars staðar. Það kom sér vel því það gekk á með nokkuð ákveðnum skúrum. Athöfnin fór því fram inn í tjaldinu og var til taks í myndtökunni á eftir þegar fór að dropa úr lofti.

Lauren og Zach við Bláa lónið. ©2009 Christopher Lund
Lauren og Zach við Bláa lónið. ©2009 Christopher Lund

Eftir myndatöku á Þingvöllum var haldið í Bláa lónið í veisluna. Við komuna þangað tók ég eldsnögga 10 mínútna töku, því gestirnir fóru á undan okkur frá Þingvöllum og við nokkuð á eftir áætlun. Auk þess var orðið frekar napurt fyrir brúðhjónin sem eru vön töluvert hærri lofthita en var þarna við lónið. Mér til halds og trausts var Árni félagi sem hefur ósjaldan aðstoðað mig í brúðkaupstökum. Það er alveg nauðsynlegt að hafa aðstoðarmann í svona verkefnum og ekki er verra að hafa mann með sér sem nánast les hugsanir eins og Árni.

Skálað í lok ræðu svaramanns. ©2009 Christopher Lund
Skálað í lok ræðu svaramanns. ©2009 Christopher Lund

5 thoughts

  1. Brúðhjónin og himininn á þeirri fyrstu flott ……… annars er ég ég daglega á vefnum til að leita að myndum frá nem.sýn Klassíska List… –

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *