Sveitin

Kjúklingaknús. ©2009 Christopher Lund
Kjúklingaknús. ©2009 Christopher Lund

Fór í sveitaferð með leikskólanum hans Ara um daginn. Alltaf stuð að komast í sveitina og kreista dýrin. Ari Carl fór mikinn og hljóp meðal annars kiðling uppi og handsamaði. Sá hafði nefnilega sloppið út úr fjárhúsinu og Ari Carl var ekki alveg á því að það væri í lagi.

Hvernig smakkast svona gutti? ©2009 Christopher Lund
Hvernig smakkast svona gutti? ©2009 Christopher Lund

Það var gaman að sjá hversu góð mæting foreldra var í ferðina. Ég hef farið í þær nokkrar í gegnum árin og það er ljóst að efnahagslegir góðæristímar eru ekki alveg eins miklir góðæristímar varðandi þátttöku foreldra í lífi barna sinna. Nú þykir ekkert töff að vinna langa daga. Þannig að hrunið ógurlega er kannski ekki alslæmt?

Hver er að skoða hvern? ©2009 Christopher Lund
Hver er að skoða hvern? ©2009 Christopher Lund

2 thoughts

  1. Fór einmitt í eina slíka ferð með mínum strákum um daginn og við skemmtum okkur konunglega. Frábært fyrir svona borgarbörn að geta aðeins komist í snertingu við dýrin í sveitinni. Sýnist meira að segja að þið hafið farið á sama stað og við, upp í kjós, right?

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *