Alvöru kortalesari

Lexar Firewire 800 CF lesari

Í takt við hærri upplausn myndavéla þarf maður að bíða lengur eftir því að lesa af minniskortunum úr vélunum.

Kortin stækka auðvitað líka, þannig að lestur af 4GB korti tekur núna 4x lengur ef lesið er af jafn hraðvirku 16GB korti.

Ég var búinn að leita víða hér heima eftir hraðvirkari lesara en USB2, en enginn virtist bjóða það. Ég fann á Netinu þennan frá Lexar sem er FW800 og ekki nóg með það, heldur er hægt að stafla allt að fjórum svona kvikindum saman til að lesa af jafn mörgum kortum í einu!

Þessi fíni kortalesari fæst nú hjá Nýherja eftir að ég fékk strákana til að taka þá inn. Þeir eru auðvitað aðeins dýrari, en tíminn er peningar og eftir langa tökudaga er frábært að geta lesið inn efnið margfalt hraðara!

One thought

  1. Ég er búinn að vera með Sandisk 800 lesarann í ca.tvö ár og súper ánægður með hann. En samkvæmt Edwin Leong nokkrum þá eru þessir tveir svona í samanburði (Sandisk lesarinn með Sandisk kortinu og svo Lexar m. Lexar).

    Sandisk 4 GB Extreme IV card @ 1:01 minute, or 61 seconds
    Lexar 4 GB 300X UDMA card @ 59 seconds

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *