Út á land með púkana

Púkarnir í útilegu. ©2005 Christopher Lund.
Púkarnir í útilegu. ©2005 Christopher Lund.

Þá er loksins komið að því. Fyrsta útilega sumarsins. Og ekki nóg með það. Fyrsta útilegan í nýja (notaða) tjaldvagninum okkar.

Ég er reyndar grasekkill. Margrét er í Bergen á námskeiði í útikennslu ásamt öðrum leikskóla- og grunnskólakennurum úr Holtinu. Skylst að það sé massa sörvævör í gangi. En ég get ekki beðið lengur. Ég veit nefnilega ekkert skemmtilegra en útilegur.

Við förum líkast til eitthvað áleiðis Vestur á morgun. Langar að tékka á tjaldstæðinu við Skorradalsvatn og svo fikra mig lengra Vestur í Hítardal. Veit reyndar ekki hvernig er að tjalda þar, en það kemur bara í ljós. Komum svo bara í bæinn á sunnudag til að taka á móti Möngu.

Myndin hér að ofan er frá ágúst 2005. Þarna erum við upp í hlíðinni við Ásólfsskála undir Eyjafjöllum.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *