Nýja linsan rokkar

Arndís plokkar rafmagnsgítarinn. ©2009 Christopher Lund.

Fyrir rúmum mánuði eignaðist ég nýju 24mm f/1.4L II linsuna frá Canon. Var lengi búin að langa í þessa brennivídd í þessari föstu og hröðu L-línu. Ég prófaði fyrstu kynslóð af henni og þótt hún sé góð þá fannst mér hún vera nokkuð lakari en t.d. 35mm f/1.4L sem ég á líka og er ein af mínum uppáhalds linsum.

Á þessum mánuði hef ég notað linsuna töluvert það er skemst frá því að segja að hún stendur undir væntingum og vel það. Teikningin í henni er falleg, bjögun furðu lítil og bakgrunns-blurið dásamlegt.

Stoppuð niður í f/2.0 eins og á þessari mynd af Arndísi er hún snilld, nær fram öllum smáatriðum og þolir mótljósið vel. Það eru ekki notuð nein ljós við tökuna, hér er eingöngu um dagsljós frá gluggum að ræða. Skotið á 5D Mark II á ISO 800, f/2.0 og 1/80s. Dýptarskerpan er að sjálfsögðu ekki mikil, en það er jú með ráðum gert.

100% crop frá sömu mynd.
100% crop frá sömu mynd.

Það er því óhætt að mæla með þessu gæðagleri, ef ykkur vantar gleiðhornalinsu sem hægt er að nota í mjög döpru ljósi og/eða til að einangra viðfangsefnið frá bakgrunninum.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *