Innstidalur

Jarðhiti í Innstadal. ©2009 Christopher Lund.
Jarðhiti í Innstadal. ©2009 Christopher Lund.

Það er stundum sagt að Hellisheiðin sé of nálægt Reykvíkingum til þess að þeim þyki vænt um hana. Ég hugsa að það sé mikið til í því. Í hugum margra er segir orðið Hellisheiði bara: “Vegurinn sem ég ek til að komast austur”.

Við hjónin fórum í smá ferðaleg með son okkar í dag (systurnar eru í sumarbúðum í Vindáshlíð). Ferðinni var heitið upp á Hellisheiði og svo þaðan inn að Innstadal sem er við rætur Hengilsins. Til að komast þangað beygðum við af Þjóðvegi eitt þar sem merkt er Ölkelduháls og ókum svo upp með Hengladalsánni. Vegurinn liggur með árfarveginum drjúgan spöl þar til komið er að Miðdal. Við skátaskálann Þrymheima er beygt til hægri upp nokkuð bratta brekku og þaðan sést inn í Innstadal. Vegurinn er nokkuð grófur og en fær óbreyttum jeppum.

Ari Carl búinn í fótabaði. ©2009 Christopher Lund.

Þetta svæði er mjög fallegt og maður veltir því fyrir hversu margir Reykvíkingar hafa komið þangað. Örstutt frá höfuðborginni og maður er kominn í algera kyrrð og útilegumanna-stemningu. Við gengum upp að kofa og gili þar sem eru heitar uppsprettur. Ari Carl prófaði fótabað, en ekki var að sjá neina almennilega laug í læknum. Það ætti að vera auðvelt að útbúa hana með því að stífla aðeins lækinn á e-h góðum stað.

Frá Innstadal. ©2009 Christopher Lund.
Frá Innstadal. ©2009 Christopher Lund.
Útsýni frá Hengli yfir á Hellisheiði. ©2009 Christopher Lund.
Útsýni frá Hengli yfir á Hellisheiði. ©2009 Christopher Lund.

Eftir að hafa nestað okkur gengum við upp með gilinu, en þar er stikuð leið upp á Hengilinn. Sá stutti kom okkur á óvart og við fórum svo gott sem alla leið upp á topp eða í rúmlega 700m hæð. Við snérum við þegar þokan fór að læðast að okkur, en leiðin er vel stikuð og ég var líka með GPS göngutækið svo engin hætta á að villast!

Frá Innstadal. ©2009 Christopher Lund.
Frá Innstadal. ©2009 Christopher Lund.
Vatninu kastað á Henglinum. ©2009 Christopher Lund.
Vatninu kastað á Henglinum. ©2009 Christopher Lund.

Að heimsækja Innstadal er skemmtileg dagsferð og það er ljóst að við munum koma þangað aftur!

One thought

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *