Gjástykki

Gjástykki, hraun frá Kröflueldum. ©2008 Christopher Lund.
Gjástykki, hraun frá Kröflueldum. ©2008 Christopher Lund.

Langaði að gefnu tilefni deila með ykkur nokkrum myndum frá því í fyrrasumar frá hrauninu við Gjástykki.

Gjástykki heitir sundursprunginn sigdalur norður frá Kröflu-kötlunni. Þar gaus í Kröflueldum, en þeir voru hrina eldgosa og kvikuhlaupa sem áttu sér stað við Kröflu frá 20. desember 1975 til 18. september 1984.

Þessi staður er ekki í alfaraleið og því lítt þekktur meðal almennings. Því vilja margir meina að hann sé ekki mikils virði, sem hljómar alltaf sem ótrúleg öfugmæli í mínum eyrum. Mér er illskiljanlegt að ferðaþjónustuaðilar skuli ekki fyrir löngu vera búnir að búa til e-h ferðir um þessi svæði. Að mínu mati gefa þau t.d. Leirhnjúk og Námaskarði ekkert eftir.

Gjástykki, hraun frá Kröflueldum. ©2008 Christopher Lund.
Gjástykki, hraun frá Kröflueldum. ©2008 Christopher Lund.

Að koma í hraunið er eins og vera lentur á Tunglinu. Að ganga svo út á þetta kolsvarta hraungrýti er mikil upplifun. Maður hefur það á tilfinningu að það sé svartur Marengs.

Gömul tilraunaborhola í Gjástykkjum. ©2008 Christopher Lund.
Gömul tilraunaborhola í Gjástykkjum. ©2008 Christopher Lund.

Við skulum vona að þær tilraunaborholur sem gerða hafa verið hafa ekki raskað svæðinu um of. Það þarf ekki mikið til að eyðileggja svæðið og gamlar tilraunaholur sem urðu á vegi okkar stingu illa í stúf. Aðeins viku eftir að við vorum á ferð þarna komst skipulagsstofnun reyndar að því að fyrirhuguð borun rannsóknarholu í Gjástykki norður af Kröflu kunni að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og skuli því háð mati á umhverfisáhrifum eins og sjá má hér.

Hér mætast tveir hraunflaumar sem eru greinilega úr sitt hvoru gosinu. ©2008 Christopher Lund.
Hér mætast tveir hraunflaumar sem eru greinilega úr sitt hvoru gosinu. ©2008 Christopher Lund.

Ég tek undir með Merði Árnasyni og segi að við eigum frekar að stofna Eldfjallaþjóðgarð Þingeyinga en að rústa þessari einstæðu náttúruperlu.

3 thoughts

  1. Skemmtilegur pistill og frábærar myndir þaðan, langar að fara þarna í haust þegar snjórinn yrjar í hrauninu.

    Skáinn við Þeistareyki er frábær líka, opinn allt árið og funheitur, góður staður til að kampa á ef maður ætlar að skoða þetta svæði

  2. Já, ég ætlaði að fara aftur upp á Þeistareyki í sumar en það var soddan suddi og lágskýjað að ég sleppti því. Hver veit nema maður taki e-h haustferð? Ætti ég þá ekki að heimsækja þig í leiðinni?

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *