Vestfirðir, Strandir og Sléttan

Jæja, þá er maður kominn aftur í bæinn eftir rúmlega þriggja vikna ferðalag um Vestfirði, Strandir og Melrakkasléttu.

Lánið lék við okkur fyrir vestan og við vorum veðurteppt í blíðu, aldrei þessu vant. Dag eftir dag vöknuðum við í sól og hita. Við tjölduðum á Laugum í Sælingsdal, Tálknafirði, Núp í Dýrafirði (yfir Holugeitungabú!), Reykjarfirði, Súðavík, Hólmavík, Norðurfirði á Ströndum og á Dæli í Víðidal. Tvær vikur í tjaldvagninum og við vorum orðin vel útilegin.

Síðustu vikuna gistum við innandyra, því fyrir norðan var skítakuldi og rigning, sérstaklega á Mývatni. Við eyddum svo síðustu dögunum í þessari ferð með vinum okkar á Melrakkasléttu, sem er farin að verða fastur áningarstaður á hverju sumri, þökk sé Andra Snæ.

Ferðasagan í heild væri full langur póstur. Ég læt því næga að velja nokkrar myndir frá ferðalaginu, því mynd segir jú meira en þúsund orð. Mynd með myndtexta ennþá meira.

Ég mæli eindregið með því að skoða myndirnar stórar með því að smella á “fullscreen” merkið sem annað frá hægri neðan við myndirnar. Til að fá myndatextann fram er farið með músarbendilinn yfir myndina og þá birtist hann að ofan.

3 thoughts

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *