Toppstöðin

Toppstöðin í Elliðaárdal. ©2009 Christopher Lund

Ég fór í dag inn í Toppstöðina í Elliðaárdal. Fyrir þá sem ekki vita hvað ég er að tala um þá hefur stöðin líka gengið undir nafninu “Ljóta brúna húsið”.

Toppstöðin eða varaaflstöðin í Elliðaárdal var hluti af stofnframlagi Reykjavíkurborgar til Landsvirkjunar við stofnun fyrirtækisins árið 1965. Um árabil skilaði aflstöðin mikilvægri raforkuframleiðslu á álagstímum sem tryggði nægilegt rafmagn á höfuðborgarsvæðinu. Aflstöðin í Elliðaárdal hefur ekki verið notuð til raforkuframleiðslu síðan á 9. áratug síðustu aldar.

Það hefur verið áhugamál margra í borgarstjórn að rífa húsið. Kannski ekki svo skrítið því það verður seint talið mikið augnayndi að utan. Að koma þangað inn er hins vegar töluvert annað. Þetta er gríðarlega sterkbyggt hús og langt frá því að vera að hruni komið. Það er tímanna tákn að nýlega hafi verið ákveðið að fresta því að fara í kostaðarasamt niðurrif og opna húsið fyrir frumkvöðlastarfsemi. Húsið mun þess í stað skapa hönnuðum, arktitektum og iðnaðarmönnum sameiginlegan vettvang til að skapa nýjar vörur, þekkingu og hugvit.

Hér eru fleiri myndir innan úr þessu magnaða húsi.

7 thoughts

  1. Ánægður að heyra að húsið fjúki ekki strax, var einmitt að brölta þarna í gærkveldi og var ég þá sem áður að dáðst af þessum skemmtilega klumpi.. Góðar myndir að vanda vinur!! kveðjur

  2. Var að mynda í þessu húsi þegar ég heyrði Hr. Haarde biðja guð í beinni útsendingu um að blessa Ísland. Mögnuð umbjörð utan um ræðu Geirs. Síðan þá fæ ég gæsahúð í hvert sinn sem ég sé húsið
    Fallegar myndir kollegi!!

  3. Þetta er skemmtilegt að sjá! Ég ólst einmitt upp með brúna báknið á sjóndeildarhringnum og fannst það alltaf vera hroði. En fegurðin kemur sannarlega að innan í þessu tilviki. Svo er húsið Readymade kvikmyndasett! Eiginlega næg ástæða til þess að búa til litla kvikmynd um ævintýri starfsmanna rafmagnsveita ríkisins á 8nda áratugnum.

  4. Meistaralegar teknar myndir! Sérstaklega finnst mér myndin táknræn sem sýnir eina merkið um mannlíf í húsinu – sú með kaffibollann á gólfinu… Sé líka fyrir mér að staðurinn nýtist vel sem höfuðstöðvar einhverra leynilegra stofnana á borð við FBI eða í anda Criminal Minds… Í kvikmyndum eru slíkir hópar oft í einhvers konar iðnaðarhúsnæði…;-)

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *