Hvað vantaði?

Það var fjallað um það í fréttum í kvöld að okkar ágæti gönguhrólfur Páll Ásgeir Ásgeirsson hafi verið á ferðinni um Jökulsá á Fljótsdal nýlega og komið að ánni svo gott sem þurri.

Við myndun Ufsalóns Kárahnjúkavirkjunar var áin stífluð, og vatnið tekið af einni fegurstu fossaröð landsins. Hér að ofan gefur að líta hluta þeirra.

Landsvirkjun hafði ráðgert að hleypa vatni á fossana í júlí og ágúst þegar Hálsón væri fullt. Eða svo vitnað sé í þá orðrétt: “Eftir að Hálslón fyllist (fyrir miðjan ágúst í meðalári) verður rekstri virkjunarinnar hins vegar stýrt þannig að náttúrulegt rennsli verður í fossum í Jökulsá í Fljótsdal og Kelduá.”

Veðurfarið í sumar hefur gert það að verkum að þetta hefur ekki verið hægt. Verst að Landsvirkjun getur ekki seinkað ferðamannatímabilinu.

2 thoughts

  1. Catch 22: Ef það á að vera vatn fossunum, þá þarf að vera svo vont vatnsveður að það kemur enginn að skoða.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *