Tímamót

Hvernig var þetta nú fest? ©2009 Christopher Lund
Hvernig var þetta nú fest? ©2009 Christopher Lund

Að senda barnið sitt af stað í skóla eru mikil tímamót. Á þessum degi breytist margt. Strax í morgun kom í ljós fyrsta breytingin á kauða. Hann tók ekki mál að gyrða stuttermabolinn ofan í buxurnar. Ekki svalt að vera brókaður á fyrsta skóladegi.

Á leiðinni í rigningunni. ©2009 Christopher Lund
Á leiðinni í rigningunni. ©2009 Christopher Lund

Ekki það að það hafi haft úrslitaáhrif eins og sjá má á myndinni hér að ofan. Hann verður nú seint talinn svalasti pinninn í skápnum.

Nett stjarfur að fara úr yfirhöfnum. ©2009 Christopher Lund
Nett stjarfur að fara úr yfirhöfnum. ©2009 Christopher Lund

Ég held að þessi dagur sé samt mun erfiðari fyrir marga foreldra. Nú byrjum við að sleppa hendinni af þeim hægt og bítandi. Og áður en við vitum af verða þau farin að hafa skoðanir á flestu og hætt að reiða sig á hina alvitru foreldra.

Byrjaður að drekka í sig fróðleik með bros á vör. ©2009 Christopher Lund
Byrjaður að drekka í sig fróðleik með bros á vör. ©2009 Christopher Lund

Ég tók ekki nema fjórar myndir í morgun. Úr því varð þessi örlitla myndasaga.

4 thoughts

  1. Á flakki mínu um Alnetið rakst ég á þessa gullnámu. Frábærar myndir hjá þér og skemmtilegir póstar. Dóttir mín var eimitt að byrja líka í skólanum – Mikilvægasta skrefið var að fá eigin lykil 🙂

  2. Afburðaskemmtilegt sambland mynda og texta. Til hamingju með flottan strák :-).

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *