Frelsi til sölu

Land Rover Defender 90, '97 (300Tdi) ©2009 Christopher Lund
Land Rover Defender 90, '97 (300Tdi) ©2009 Christopher Lund

Hefur þig langað til að eiga bíl sem veitir fullkomna öryggiskennd og frelsi? (þetta hljómar eins og dömubindaauglýsing).

Nú er tækifærið. Tinni er til sölu. Hann er 97 módel, með hinni rómuðu 300Tdi vél og á 32″ dekkjum. Ég er búinn að eiga þennan bíl í örfáar vikur en hef tengst honum sterkari tilfinningaböndum en nokkrum öðrum bíl. Það er Land Rover í hnotskurn.

Senn ættleiði ég Kóp, sem er árinu yngri, svartur og 35″ dekkjum. Þó að ég gjarnan vildi eiga þá báða þá er það ekki alveg praktískt. Áhugsamir geta skoðað fleiri myndir hér.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *